Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 29. nóvember 2015 16:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sviss: Birkir skoraði í þægilegum sigri gegn Luzern
Birkir hefur verið að spila vel með Basel
Birkir hefur verið að spila vel með Basel
Mynd: Getty Images
Basel 3-0 Luzern
1-0 Birkir Bjarnason ('7 )
2-0 Davide Calla ('26 )
3-0 Mohamed El Nenny ('32 )

Landsliðsmaðurinn, Birkir Bjarnason, var á skotskónum í dag þegar að lið hans, Basel sigraði Luzern, 3-0, í svissnesku úrvalsdeildinni.

Birkir kom Basel yfir eftir sjö mínútna leik, en þetta var hans þriðja mark í 14 leikjum fyrir félagið.

Davide Calla tvöfaldaði svo forystuna á 26. mínútu og Mohammed El Nenny bætti við þriðja marki Basel fyrir leikhlé.

Basel slakaði á í seinni hálfleik og hélt 3-0 forystunni til enda, en Birkir fór af velli á 79. mínútu.

Eftir sigurinn er Basel með 40 stig á toppi deildarinnar, en liðið er með tíu stigum meira en Grashooper sem er í öðru sæti.
Athugasemdir
banner
banner