Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 29. nóvember 2015 18:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Bayer og Schalke skildu jöfn
Choupo-Moting kom Schalke yfir gegn Bayer
Choupo-Moting kom Schalke yfir gegn Bayer
Mynd: Getty Images
Tveimur seinni leikjum dagsins í þýsku Bundesligunni var að ljúka.

Bayer Leverkusen tók á móti Schalke, en Eric Choupo-Moting náði forystunni fyrir Schalke í byrjun seinni hálfleiks.

Allt leit út fyrir það að Schalke væri að fara að vinna leikinn, en það tókst hins vegar ekki, því Sascha Riether skoraði sjálfsmark og 1-1 jafntefli því niðurstaðan.

Eftir leikinn eru Bayer og Schalke bæði með 21 stig, en liðin eru í sjötta og áttunda sæti.

Augsburg og Wolfsburg mættust síðan í hinum leiknum, en þar gerðist heldur lítið og 0-0 jafntefli var niðurstaðan þar.

Augsburg er með tíu stig í 14. sæti eftir leikinn, en Wolfsburg er hins vegar með 25 stig í þriðja sæti.

Bayer 1 - 1 Schalke 04
0-1 Eric Choupo-Moting ('50 )
1-1 Sascha Riether ('85 , sjálfsmark)


Augsburg 0 - 0 Wolfsburg
Rautt spjald:Dante, Wolfsburg ('85)

Athugasemdir
banner
banner