Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 29. nóvember 2015 16:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Dortmund fór létt með Stuttgart
Aubameyang hefur verið sjóðheitur á þessu tímabili
Aubameyang hefur verið sjóðheitur á þessu tímabili
Mynd: Getty Images
Borussia D. 4 - 1 Stuttgart
1-0 Gonzalo Castro ('3 )
2-0 Pierre Emerick Aubameyang ('19 )
2-1 Daniel Didavi ('40 )
3-1 Georg Niedermeier ('65 , sjálfsmark)
4-1 Pierre Emerick Aubameyang ('90 )

Fyrsta leik dagsins í þýsku Bundesligunni var að ljúka, en þar tók Borussia Dortumnd á móti Stuttgart.

Dortmund byrjaði leikinn af miklum krafti, en leikurinn var aðeins þriggja mínútna gamall þegar Gonzalo Castro hafði komið heimamönnum yfir.

Hinn sjóðheiti Pierre Emerick Aubameyang tvöfaldaði svo forystu Dortmund eftir sendingu frá Castro, en Daniel Didavi náði hins vegar að minnka muninn fyrir Stuttgart fyrir leikhlé og staðan var því 2-1 þegar liðin gengu til búningsklefa.

Dortmund komu þó tvíefldir inn í seinni hálfleikinn og um miðbik hans skoraði Georg Niedermeier sjálfsmark.

Aubameyang skoraði svo sitt 25. mark í öllum keppnum á tímabilinu í uppbótartíma og tryggði Dortmund sanngjarnan 4-1 sigur á Stuttgart.

Með sigrinum fór Dortmund í 32 stig í öðru sæti deildarinnar, átta stigum á eftir Bayern, en Stuttgart er með tíu stig í 16. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner