sun 29. nóvember 2015 16:43
Magnús Már Einarsson
Viðar Örn: Stemningin var í ruglinu
Viðar og Sölvi sáttir eftir leikinn í dag.
Viðar og Sölvi sáttir eftir leikinn í dag.
Mynd: Instagram - Viðar Örn
Sölvi Geir Ottesen og Viðar Örn Kjartansson urðu bikarmeistarar í Kína í dag þegar Jiangsu Sainty sigraði Shanghai Shenhua í framlengdum úrslitaleik í morgun.

„Tiflinningin er yndisleg. Þetta er fyrsti titilinn sem ég vinn á ævinni og vonandi ekki sá síðasti," sagði Viðar Örn þegar Fótbolti.net ræddi við hann eftir leikinn í dag.

Eiríkur Raphael Elvy og Tómas Sjöberg Kjartansson, æskuvinir Viðars, skelltu sér til Kína og voru á meðal 500 stuðningsmanna Jiangsu á leiknum. Stuðningsmenn Jiangsu voru í miklum minnihluta en 39 þúsund manns sá leikinn í dag.

„Að hafa bestu vini sína hérna er bara ólýsanlegt. Stemningin á vellinum var í ruglinu," sagði Viðar en leikurinn í dag var síðari leikurinn af tveimur úrslitaleikjum og leikið var á heimavelli Shanghai Shenhua.

Viðar og Sölvi voru að klára sitt fyrsta tímabil í Kína en bikarmeistaratitillinn hjá Jiangsu bætti upp fyrir lélegt gengi í deildinni.

„Liðið er ekki sátt við að vera í 9. sæti í deildinni en bikarinn bjargaði öllu. Við höfum verið frábærir þar. Þessi sigur gefur okkur líka sæti í Meistaradeild Asíu á næsta ári sem er mjög krefjandi og þýðir fjölgar leikjum."

Viðar kom sjálfur til Jiangsu í byrun árs eftir að hafa orðið markakóngur í Noregi í fyrra. „Þetta tímabil er búið að vera sveiflukennt en það eru þó aðallega búnir að vera góðir hlutir frekar en slæmir. Miðað við hvað spekingar töluðu um þá vanmat ég þessa deild, sem var náttúrulega fáránlegt."

„Ég hef spilað stöðu sem ég er ekki vanur hjá öðrum félagsliðum. Ég er meira buinn að spila eins og target senter og er mikið í að halda boltanum og búa til færi fyrir samherjana og auðvitað skora lika. Ég er samt ekki búinn að vera sáttur með að skora bara 13 mörk á tímabilinu, þau ættu að vera miklu fleiri,"
sagði Viðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner