banner
   mið 29. nóvember 2017 23:30
Elvar Geir Magnússon
Aron Einar hrifinn af Breiðabliki
Aron Einar í landsleik gegn Katar nýlega.
Aron Einar í landsleik gegn Katar nýlega.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði svaraði spurningum lesenda Fótbolta.net en þar fékk hann nokkrar spurningar um framtíð sína.

Aron er uppalinn hjá Þór á Akureyri en hann var spurður að því hvaða lið hann myndi helst spila fyrir á Íslandi, fyrir utan Þór.

„Ég verð eiginlega að segja Breiðablik. Ég æfi alltaf með þeim þegar ég fer heim. Mér finnst þetta flott félag og hef alltaf sóst til þeirra þegar ég er heima á Íslandi og þarf að halda mér í formi," segir Aron.

Það eru þó kannski ekki miklar líkur á því að stuðningsmenn Blika fái að sjá Aron í græna búningnum því hann telur ólíklegt að hann muni enda ferilinn í íslensku deildinni.

Aron stefnir þó að því að fara í þjálfun eftir að skórnir fara á hilluna en það ætti að vera nokkuð langt í það, enda er hann 28 ára í dag.

„Eins og er þá er það planið. Ég er búinn með eina þjálfaragráðu og það er áhugi til staðar. En maður veit aldrei hvort áhuginn verði farinn þegar maður hættir."

Smelltu hér til að lesa svör Arons við spurningum lesenda
Athugasemdir
banner
banner
banner