Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mið 29. nóvember 2017 23:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meiri jákvæðni í garð Gylfa - Getur spilað með Rooney
Mynd: Getty Images
Umræðan í kringum Gylfa Sigurðsson þegar Everton spilar er alltaf lífleg enda er Gylfi dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins.

Það sem af er tímabili hefur umræðan verið frekar dapur og stuðningsmenn hafa lýst yfir vonbrigðum með Gylfa. Umræðan virðist hins vegar vera að fara í jákvæðari átt núna.

Gylfi hefur skorað eða lagt upp í síðustu þremur deildarleikjum Everton. Hann lagði upp í 2-2 jafntefli gegn Crystal Palace, skoraði glæsimark gegn Southampton og lagði upp í kvöld þegar Everton valtaði yfir West Ham í öruggum 4-0 sigri.

Stuðningsmenn voru heilt yfir frekar ánægðir með Gylfa og hans frammistöðu í kvöld eins og sjá má hér að neðan.

Nú eru vonandi bjartari tímar framundan.









































Athugasemdir
banner
banner