Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 30. janúar 2015 13:00
Magnús Már Einarsson
Andri Adolphsson í Val (Staðfest)
Andri Adolphsson.
Andri Adolphsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Adolphsson hefur gengið til liðs við Val en hann skrifaði undir samning hjá félaginu í dag.

Hinn 22 ára gamli Andri kemur til Vals eftir að hafa leikið allan sinn meistaraflokksferil með ÍA.

,,Valur er flottur klúbbur. Þeir eru alltaf ofarlega í deildinni og það er glæsileg umgjörð hérna. Þjálfararnir heilluðu mig líka mikið," sagði Andri í viðtali við Ragnar Vignir á heimasíðu Vals.

Andri er 22 ára kantmaður og hefur aðeins leikið með ÍA hér á landi, alls 97 leiki í deild og bikar og hefur hann skorað sex mörk í þeim.

,,Við erum að hugsa til framtíðar með því að fá ungan leikmann sem á eftir að nýtast Val vel," sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals.

Ragnar Vignir tók viðtal við Andra og Ólaf en það má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner