Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 30. janúar 2015 13:02
Elvar Geir Magnússon
Carrick frá í fjórar vikur
Michael Carrick.
Michael Carrick.
Mynd: Getty Images
Michael Carrick spilar ekki næstu fjórar vikur með Manchester United þar sem hann er með rifinn vöðva. Afar slæm tíðindi fyrir Louis van Gaal og lærisveina þar sem Carrick hefur leikið mjög vel með liðinu.

„Hann er einn besti leikmaður sem ég hef spilað með," segir Spánverjinn Ander Herrera.

„Hann gefur okkur mjög mikla yfirvegun á vellinum, hann er rólegur og gefur samherjum sínum sjálfstraust. Það er mjög gott fyrir unga leikmenn að hafa hann því hann er alltaf að hjálpa. Ekki endilega með orðum heldur með hegðun sinni og yfivegun."

„Allir geta lært af honum og ég tel mig heppinn að fá að spila með honum," segir Herrera.

Góðu fréttirnar fyrir stuðningsmenn Manchester United: Ashley Young er nánast klár í slaginn.

Manchester United situr í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar og á leik gegn Leicester á Old Trafford á morgun klukkan 15.
Athugasemdir
banner
banner
banner