fös 30. janúar 2015 05:55
Daníel Freyr Jónsson
England um helgina - Toppliðin mætast á Brúnni
Eden Hazard og liðsfélagar í Chelsea mæta Manchester City í toppslag.
Eden Hazard og liðsfélagar í Chelsea mæta Manchester City í toppslag.
Mynd: Getty Images
Manchester United fær Leicester í heimsókn.
Manchester United fær Leicester í heimsókn.
Mynd: Getty Images
Einn stærsti leikur ársins í ensku úrvalsdeildinni fer fram um helgina þegar topplið Chelsea fær Manchester City í heimsókn.

Liðin mætast á Stamford Bridge annaðkvöld, en fyrir leikinn er Chelsea með fimm stiga forystu á City sem situr í 2. sætinu. Það er því ljóst að með sigri er Chelsea komið í lykilstöðu í titilbaráttunni.

Fyrr um daginn eiga þó stórliðin Manchester United og Liverpool heimaleiki. Liverpool tekur á móti West Ham, á meðan United fær botnlið Leicester í heimsókn.

Á sunnudag fær Arsena lið Aston Villa í heimsókn, áður en Swansea heimsækir Southampton þar sem Gylfi Þór Sigurðsson tekur út leikbann.

Laugardagur:
12:45 Hull - Newcastle
15:00 Crystal Palace - Everton
15:00 Liverpool - West Ham
15:00 Manchester United - Leicester
15:00 Stoke - QPR
15:00 Sunderland - Burnley
15:00 WBA - Tottenham
17:30 Chelsea - Manchester City

Sunnudagur:
13:30 Arsenal - Aston Villa
16:00 Southampton - Swansea
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner