Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 30. janúar 2015 12:21
Elvar Geir Magnússon
FH ávítt fyrir að brjóta lög KSÍ
Jón Rúnar Halldórsson, formaður FH.
Jón Rúnar Halldórsson, formaður FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnudeild FH hefur verið ávítt af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Stjórn KSÍ vísaði máli til nefndarinnar vegna meints brots FH á lögum og reglugerðum KSÍ.

Knattspyrnudeild FH hafði stefnt KSÍ vegna útgáfu aðgönguskírteina á leiki og krefst þess að KSÍ greiði FH kr. 742.500 ásamt dráttarvöxtum vegna útgáfu skírteina sem ekki samræmist reglugerð KSÍ um útgáfu slíkra skírteina

Í úrskurði aganefndar KSÍ kemur fram að Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, hafi ritað undir þátttökutilkynningu fyrir hönd félagsins þar sem samþykkt er að ágreiningur sem upp kann að koma milli aðila innan hreyfingarinnar verði til lykta leiddur innan hreyfingarinnar en ekki fyrir almennum dómstólum.

Í 39. grein laga KSÍ segir m.a. að aga – og úrskurðarnefnd og áfrýjunardómstóll KSÍ hafi fullnaðarlögsögu yfir þeim málefnum sem upp koma innan vébanda KSÍ.

Smelltu hér til að lesa úrskurðinn í heild
Athugasemdir
banner
banner
banner