fös 30. janúar 2015 16:20
Fótbolti.net
Gregg Ryder og Adolf Ingi gestir í útvarpinu á morgun
Adolf Ingi Erlingsson.
Adolf Ingi Erlingsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir Magnússon, Tómas Þór Þórðarson og Magnús Már Einarsson verða í gasklefanum á morgun á X-inu FM 97,7 milli 12 og 14.

Englendingurinn Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, kemur í heimsókn en hann hefur verið að gera góða hluti í þjálfun hér á landi.

Þá ætlum við að ræða um undirbúninginn og umræðuna kringum HM fótbolta sem verður í Katar 2022. Adolf Ingi Erlingsson fjölmiðlamaður kemur í heimsókn en hann þekkir vel til í Katar.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner