Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 30. janúar 2015 10:03
Magnús Már Einarsson
Harry spurður út í fullt af leikmönnum - Segir lítið í gangi
Harry er spenntur fyrir mánudeginum.
Harry er spenntur fyrir mánudeginum.
Mynd: Getty Images
Fáir stjórar elska lokadag félagaskiptagluggans meira en Harry Redknapp stjóri QPR.

Harry hefur verið rólegur á leikmannamarkaðinum í þessum mánuði en eftir að hafa fengið pening í kassann fyrir Jordon Mutch eru líkur á að hann versli inn áður en glugginn lokar á mánudag.

Á fréttamannafundi í dag var Harry spurður út í fullt af leikmönnum og hvort að þeir væru á leið til QPR.

Emmanuel Adebayor og Aaron Lennon hjá Tottenham, Yann M'Vila (Rubin Kazan), Rudy Gestede (Blackburn) og Dani Osvaldo (Inter) voru allir nefndir til sögunnar en Harry neitaði öllum sögusögnum varðandi þessa leikmenn.

,,Við getum setið og talað um leikmenn í allan dag en þú þarft að ganga frá samningi. Við erum langt frá því," sagði Harry.

Harry á þó örugglega eftir að eiga annasaman dag á mánudag þegar glugginn lokar en hann viðurkennir að Bakary Sako, framherji Wolves, sé á óskalistanum og búið sé að spyrjast fyrir um hann.
Athugasemdir
banner
banner