Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 30. janúar 2015 17:00
Magnús Már Einarsson
Huth í tveggja leikja bann fyrir að taka þátt í leik á Twitter
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur úrskurðað Robert Huth í tveggja leikja bann vegna ummæla hans á Twitter.

Huth svaraði aðgang á Twitter sem heitir ,,Cock or No Cock" en aðgangurinn birti myndir á vefnum af líkömum hjá fólki og spyr út í kyn þeirra.

Þjóðverjinn sló til og giskaði, yfirleitt með einu orði en hann sagði þar ansi niðrandi hluti sem hafa nú komið honum í klandur.

Huth var dæmdur í tveggja leikja bann auk þess sem hann þarf að borga 15 þúsund pund í sekt.

Huth hefur ekkert spilað með Stoke að undanförnu en hann gæti verið á leið til Leicester á láni.
Athugasemdir
banner
banner
banner