banner
   fös 30. janúar 2015 17:30
Elvar Geir Magnússon
Koeman gæti bætt við sig tveimur leikmönnum
Ronald Koeman, stjóri Southampton.
Ronald Koeman, stjóri Southampton.
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, stjóri Southampton, segir góðar líkur á því að hann bæti við sig einum til tveimur leikmönnum áður en janúarglugganum var lokað.

Hollendingurinn viðurkennir að hafa áhuga á miðjumanninum Tonny Vilhena sem er tvítugur leikmaður Feyenoord og serbneska sóknarmanninum Filip Djuricic, 23 ára.

„Ef Jack Cork yfirgefur félagið þurfum við annan miðjumann. Við höfum áhuga á Vilhena því hann er ekki ánægður Feyenoord. Hann er ekki að fá að spila. Ég hef trú á þessum manni og hef trú á gæðum hans. Hann er ungur leikmaður og ef ég get hjálpað honum þá vil ég gera það," segir Koeman.

Djuricic er hjá Mainz á láni frá Benfica. Jack Cork er líklega á leið til Swansea en hann er í Wales í viðræðum.

Allir stjórar sem héldu fréttamannafundi í dag voru spurðir út í áform sín á lokadögum gluggans. Louis van Gaal hjá Manchester United segist ekkert ætla að kaupa og Mauricio Pochettino hjá Tottenham segist ekki búast við að kaupa neinn, þó hann útiloki ekkert.
Athugasemdir
banner
banner
banner