Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 30. janúar 2015 11:13
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Sverrir Ingi: Er neitað um að spila í betri deild
Sverrir í leik með U21-landsliðinu.
Sverrir í leik með U21-landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norska félagið Viking hefur hafnað þremur tilboðum varnarmanninn Sverri Inga Ingason, tveimur frá Nordsjælland í Danmörku og einu frá Lokeren í Belgíu.

Sverrir segir við Sindra Sverrisson, blaðamann Morgunblaðsins, að Belgía og Danmörk væri klárlega skref upp á við frá Noregi og hann sé tilbúinn að taka næsta skref.

„Auðvitað er maður því ekkert ánægður þegar það kemur upp sú staða að manni sé neitað um að spila í betri deild," segir Sverrir í Morgunblaðinu en hann á tvö ár eftir af samningi sínum.

„Ég held að þessi tilboð sem hafa komið séu mjög sanngjörn, miðað við mann sem var keyptur á sex sinnum minna fyrir ári."

Ekki er enn útilokað að Sverrir færi sig um set en ný tilboð gætu borist í hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner