Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 30. janúar 2015 16:01
Elvar Geir Magnússon
Sverrir Ingi fer til Lokeren
Sverrir Ingi er uppalinn hjá Breiðabliki.
Sverrir Ingi er uppalinn hjá Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi Ingason er á leið til Lokeren í Belgíu samkvæmt heimildum Aftenbladet. Sagt er að Viking Stafangri hafi komist að samkomulagi við Lokeren um kaupverðið.

Tilboði Lokeren var hafnað fyrr í vikunni en félagið sendi inn nýtt og endurbætt tilboð.

Nú þarf Lokeren að komast að samkomulagi við Sverri um kaup og kjör ásamt því að gangast undir læknisskoðun áður en (Staðfest) verður sett við þessi skipti.

Nordsjælland hafði einnig áhuga á þessum 21 árs miðverði en danska félagið tapaði baráttunni við Lokeren.

Sverrir verður ein stærsta sala í sögu Viking en hann á að fylla skarð Alexander Scholz sem er kominn til Standard Liege.
Athugasemdir
banner