Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 30. janúar 2015 21:29
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Wolfsburg rúllaði yfir Bayern - Fyrsta tapið á tímabilinu
Kevin de Bruyne skoraði tvö mörk í kvöld
Kevin de Bruyne skoraði tvö mörk í kvöld
Mynd: Getty Images
Wolfsburg 4 - 1 Bayern
1-0 Bas Dost ('4 )
2-0 Bas Dost ('45 )
3-0 Kevin de Bruyne ('53 )
3-1 Juan Bernat ('55 )
4-1 Kevin de Bruyne ('73 )

Wolfsburg fór ansi illa með Bayern München í þýsku deildinni í kvöld en Kevin de Bruyne gerði tvö mörk.

Það var hollenski framherjinn Bas Dost sem kom Wolfsburg yfir á 4. mínútu eftir sendingu frá Kevin de Bruyne sem var óeigingjarn í sókninni en hann hefði getað klárað dæmið sjálfur.

Dost skoraði annað mark undir lok fyrri hálfleiks en markið var gríðarlega fallegt. Hann smellhitti þá boltann og Manuel Neuer gat lítið sem ekkert gert í markinu.

Kevin De Bruyne var næstur á dagskrá með mark á 53. mínútu en hann lagði þá boltann í netið af stuttu færi. Spænski bakvörðurinn Juan Bernat minnkaði muninn tveimur mínútum síðar áður en De Bruyne bætti við fjórða marki Wolfsburg.

Óaðfinnanlegur leikur hjá De Bruyne sem rúllaði upp Bayern í kvöld. Lokatölur 4-1 en þetta var fyrsti tapleikur Bayern í deildinni á þessu tímabili en síðasti tapleikur liðsins var gegn Borussia Dortmund undir lok síðasta tímabils.

Bayern er áfram í toppsætinu með 45 stig á meðan Wolfsburg er í öðru sæti með 37 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner