Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 30. mars 2015 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: msn 
Di Maria er langvinsælastur í enska boltanum
Mynd: Getty Images
Sports Direct er risastór keðja sem sérhæfir sig í íþróttafatnaði og býður uppá mikið úrval af treyjum, þá sérstaklega úr enska boltanum.

Samkvæmt tölum Sports Direct er Angel Di Maria það nafn sem selur langmest og er Manchester United vinsælasta knattspyrnufélag enska boltans.

Fimm leikmenn Rauðu djöflanna eru aftan á 17.03% af seldum treyjum úr enska boltanum, en verslanir Sports Direct má finna í yfir 20 búðum í Evrópu og Asíu.

Alexis Sanchez er næstvinsælastur samkvæmt þessum tölum, en er eini leikmaður Arsenal á listanum. Chelsea á tvo menn á listanum, Liverpool einn og Manchester City einn.

Mest seldu treyjurnar hjá SportsDirect:
1. Angel Di Maria (9.59%)
2. Alexis Sanchez (3.8%)
3. Diego Costa (2.27%)
4. David De Gea (2.16%)
5. Eden Hazard (2.10%)
6. Wayne Rooney (2.09%)
7. Radamel Falcao (1.99%)
8. Steven Gerrard (1.76%)
9. Kun Agüero (1.46%)
10. Robin van Persie (1.20%)
Athugasemdir
banner
banner
banner