Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 30. mars 2015 07:00
Alexander Freyr Tamimi
Gordon Strachan hrósar Gíbraltar
Strachan hrósaði landsliði Gíbraltar.
Strachan hrósaði landsliði Gíbraltar.
Mynd: Getty Images
Gordon Strachan, landsliðsþjálfari Skotlands, hrósaði liðsmönnum Gíbraltar í hástert eftir 6-1 sigur sinna manna gegn smáríkinu á Hampden Park.

Gíbraltar hefur einungis spilað 10 alvöru landsleiki eftir að hafa orðið hluti af UEFA árið 2014. Skoraði landsliðið sitt fyrsta mark þegar Lee Casciaro jafnaði metin í 1-1 gegn Skotum.

,,Við höfum staðið okkur frábærlega til þessa, en í dag (gær) fær Gíbraltar allt hrósið. Þeir voru frábærir," sagði Strachan við Sky Sports.

,,Hugarfar þeirra var frábært, þeir spiluðu leikinn á réttan hátt og skoruðu sitt fyrsta mark. Því miður var það gegn okkur."

,,Þetta var langur leikur fyrir okkur og við þurfum að leggja hart að okkur, svo ég er ánægður með að þetta er búið. En eins og ég sagði, Gíbraltar og þjálfari þeirra David Wilson eiga mikið hrós skilið."

,,Mér fannst nokkrir þeirra vera mjög snöggir og sumir voru frekar sterkir."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner