Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 30. mars 2015 18:30
Magnús Már Einarsson
Hákon Ingi og Páll Sindri í Tindastól (Staðfest)
Páll Sindri 'pallibondi' Einarsson.
Páll Sindri 'pallibondi' Einarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tindastóll hefur fengið liðsstyrk fyrir átökin í 2. deildinni í sumar.

Bræðurnir Hákon Ingi Einarsson og Páll Sindri Einarsson eru komnir til félagsins en þeir eru báðir uppaldir hjá ÍA.

Hákon Ingi er fæddur árið 1995 en hann gekk upp úr 2. flokki síðastliðið haust.

Hákon spilaði einnig með Kára í fyrrasumar og hjálpaði liðinu að komast upp í 3. deild.

Páll Sindri er fæddur árið 1992 en hann lék með KF 2012 og 2013. Í fyrrasumar spilaði hann síðan með Kára.

Páll Sindri spilaði sinn fyrsta leik með Tindastóli í gær þegar liðið tapaði 3-2 gegn ÍR í Lengjubikarnum.
Athugasemdir
banner
banner