Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 30. mars 2015 19:31
Ívan Guðjón Baldursson
Heimir Hallgríms: Svipaður leikur og úti í Kasakstan
Icelandair
Heimir býst ekki við flugeldasýningu í Tallinn.
Heimir býst ekki við flugeldasýningu í Tallinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingar heimsækja Eista í höfuðborginni Tallinn klukkan 16:00 á morgun og verður leikurinn í beinni útsendingu á Skjá Sport.

Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslendinga, svaraði spurningum frá KSÍ í myndbandi sem má sjá hér fyrir neðan.

,,Þetta verður svipaður leikur og út í Kasakstan, en er leikstíllinn svipaður hjá Eistum og Kasökum," sagði Heimir við KSÍ.

,,Þeir eru mjög varnarsinnaðir, mjög fljótir til baka og það verður erfitt að brjóta þá niður.

,,Við skoðuðum síðustu tíu leiki okkar við Eista og þar höfum við bara skorað eitt mark í sjö þeirra. Það verður mjög erfitt að brjóta ísinn gegn þeim, þannig að allt sem við æfðum fyrir leikinn gegn Kasakstan gildir í þessum leik."


Ísland vann Eista síðast 1-0 á Laugardalsvellinum í júní í fyrra og Heimir deilir vitneskju sinni um liðið.

,,Þetta er mjög þétt og skipulagt lið sem hefur sænskan þjálfara. Það er sænskt handbragð og við þekkjum það ágætlega.

,,Við erum lið með svipaða taktík. Þeir spila svæðisvörn, bæði í leiknum sjálfum og föstum leikatriðum, eins og við. Það var gaman að leikgreina þá, það er hægt bera okkur saman.

Þeim hefur farið fram, þeir hafa hækkað á styrkleikalistanum og eru að standa sig vel. Það er ekki mikið skorað í leikjunum þeirra og við búumst ekki við flugeldasýningu í þessum leik."



Athugasemdir
banner
banner