Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. mars 2015 15:23
Magnús Már Einarsson
Kristján G: Gaman að sjá Eið, Gylfa og Kolbein spila saman
Kristján Guðmundsson.
Kristján Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári átti frábæran leik.
Eiður Smári átti frábæran leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við erum með gott lið. Við erum með betra lið og það sýndi sig í því að við unnum þennan leik örugglega," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Keflvíkinga við Fótbolta.net í dag þegar hann rýndi í leik Íslands og Kasakstan um helgina.

,,Leikurinn var vel upplagður. Eins og við fórum í gegnum í sjónvarpsþættinum var allt sem kemur að leiknum gott. Við vorum mættir snemma til að læra á völlinn og laga tímamismuninnn. Leikmenn fengu góðar upplýsingar um Kasakana og nýttu tækifærið vel."

Hafa Eið eins lengi inn á og hægt er
Eiður Smári Guðjohnsen átti frábæran leik en hann skoraði í endurkomu sinni í landsliðið. ,,Hann er sá senter sem er að spila hvað mest með sínu liði þessa stundina fyrir utan Jón Daða í undirbúningsleikjum. Það átti kannski ekkert að koma á óvart að hann byrjaði leikinn."

,,Það var um að gera að hafa hann inni á vellinum eins lengi og mögulegt er, í kringum Gylfa og Kolbein. Það er gaman að sjá þá spila saman. Við tölum alltaf um Eið Smára eins og hann sé gamall maður en hann er góður í fótbolta."


Tyrkirnir ekki úr leik
Holland og Tyrkland gerðu jafntefli á laugardaginn sem og Tékkland og Lettland. Kristján horfði á báða leikina og hann segir veikleika vera hjá Hollandi og Tékklandi.

,,Það eru veikleikar í Hollendingunum. Þeir voru án Robben sem skipti gríðarlega miklu máli. Tyrkirnir eru búnir að laga andrúmsloftið hjá sér og velja leikmenn inn í hópinn sem þeir höfðu hent út vegna innbyrðis átaka. Þeir litu betur út. Þeir hefðu þurft að halda út og vinna til að eiga meiri möguleika á að komast áfram. Þeir eru samt ekki úr leik."

,,Það kom mér á óvart að Tékkarnir skyldu ekki vinna Lettana. Þeir voru bara heppnir að ná jafntefli. Tékkarnir eru góðir en þeir eru greinilega með veikleika. Það kæmi mér ekki á óvart ef að við myndum nýta þá í næsta leik á heimavelli og vinna þann leik. Þá erum við komnir á gott skrið og þá snýst þetta um að halda einbeitingu á heimavelli á móti Kasakstan og Lettlandi. Það þarf að passa upp á að það verði í lagi og ég held að þjálfararnir passi algjörlega upp á það."


Prófa hluti gegn Eistlandi
Á morgun mætir Íslands liði Eistlands í vináttuleik og ljóst er að Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson gera einhverja breytingar á liðinu.

,,Þeir munu örugglega prufa einhverja hluti sem þeir eru að spá í að nota í næstu leikjum. Þeir prófa örugglega hluti sem þeir vilja sjá áður en þeir fara í næstu leiki. Þessi leikur er ekki bara til að spila hann. Það er pottþétt eitthvað sem þeir ætla að skoða," sagði Kristján.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner