Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 30. mars 2015 07:30
Alexander Freyr Tamimi
Kurt Zouma: Mourinho kenndi mér að hata að tapa
Kurt Zouma er efnilegur varnarmaður.
Kurt Zouma er efnilegur varnarmaður.
Mynd: Getty Images
Kurt Zouma, varnarmaður Chelsea, segist hafa lært gríðarlega mikið af knattspyrnustjóranum Jose Mourinho.

Þessi tvítugi miðjumaður hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Chelsea, en hefur bæði verið notaður í vörninni og á miðjunni. Hann segir Mourinho vera virkilega kröfuharðan yfirmann.

,,Mourinho setur pressu á alla leikmenn sína. Hann er mjög kröfuharður, hann vill fullkomnun frá öllum. Hann gefur þér ekki mánuð til að laga það sem þú ert að gera vitlaust," sagði Zouma við L'Equipe.

,,Í vörninni, þá sagði hann mér að hreyfa mig taktískt, vera vel settur svo ég gæti hlustað á eldri leikmennina í kringum mig, John Terry og Gary Cahill."

,,Fyrst þegar ég var settur á miðjuna hugsaði ég bara um að fá boltann, en ég hugsaði ekki nógu mikið um leikmennina fyrir aftan mig. En það er eitthvað sem ég hef verið að vinna í. Mourinho biður mig um að nota styrk minn og hjálpa vörninni."

,,Ég hef lært að hata að tapa. Það eina sem maður fær þegar maður tapar er rétturinn til að borða kvöldmat. Þeir sem spila hjá Chelsea eiga ekki að sætta sig við að tapa."


Zouma gekk til liðs við Chelsea frá Saint-Etienne í Frakklandi í janúar 2014. Hann á að baki einn landsleik með Frakklandi.
Athugasemdir
banner