Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 30. mars 2015 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Steven Fletcher skoraði fyrstu þrennu Skotlands í 46 ár
Steven Fletcher fagnar þriðja marki sínu gegn Gíbraltar.
Steven Fletcher fagnar þriðja marki sínu gegn Gíbraltar.
Mynd: Getty Images
Steven Fletcher skoraði þrennu í 6-1 sigri Skotlands gegn Gíbraltar í undankeppni EM 2016 í gær.

Þetta var í fyrsta skiptið í 46 ár sem skoskur landsliðsmaður skoraði þrennu, en sjálfur hafði þessi framherji Sunderland ekki skorað með landsliðinu síðan í apríl 2009. Hafði hann þrátt fyrir það spilað 14 landsleiki á þeim tíma.

,,Ég er ánægður með að við höfum tekið stigin þrjú en augljóslega er það mjög þýðingamikið fyrir mig að skora þrjú mörk því það er langt síðan ég skoraði," sagði Fletcher.

,,Hvert einasta mark fyrir landsliðið fyllir mig stolti en augljóslega er það frábært afrek að skora þrennu. Ég mun njóta þess."
Athugasemdir
banner
banner