mán 30. mars 2015 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Tevez elskaði að byrja gegn Pablo Punyed og félögum
Tevez í baráttunni gegn El Salvador.
Tevez í baráttunni gegn El Salvador.
Mynd: Getty Images
Carlos Tevez var í skýjunum með að hafa spilað sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir argentínska landsliðið í fjögur ár á laugardaginn.

Þessi framherji Juventus var í byrjunarliðinu í 2-0 sigri gegn El Salvador, en Pablo Punyed leikmaður Stjörnunnar kom inn á sem varamaður í leiknum.

Tevez var algerlega settur út í kuldann hjá landsliðinu undir stjórn Alejandro Sabella, en eftir að Gerardo Martino tók við stjórnartaumunum hafa hlutirnir breyst. Tevez sneri aftur í landsliðið í nóvember í fyrra eftir að hafa verið fjarri góðu gamni frá Ameríkumótinu árið 2011.

,,Ég var í skýjunum, það er allt öðruvísi að byrja heldur en að koma af bekknum," sagði Tevez við blaðamenn.

,,Það gefur manni klárlega sjálfstraust. Þessi leikur var góður undirbúningur fyrir Suður Ameríkukeppnina. Við verðum að halda áfram að bæta okkur, en fyrir mig persónulega var mjög mikilvægt að fá meiri spiltíma fyrir þjóð mína."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner