Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 30. mars 2018 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gracia vill ekki missa Doucoure
Mynd: Getty Images
Javi Gracia, knattspyrnustjóri Watford, áttar sig á því að hann getur lítið gert til að halda lykilmönnum félagsins í sumar.

Stefna Pozzo fjölskyldunnar, sem á félagið, er að finna faldar perlur og selja þær fyrir gróða. Fjölskyldan á einnig Udinese í ítalska boltanum og átti spænska félagið Granada í sjö ár áður en það var selt sumarið 2016.

Gracia vill halda Richarlison og Abdoulaye Doucoure sem hafa átt frábært tímabil og eru eftirsóttir af stærstu félögum deildarinnar.

Báðir eru þeir ungir og sagði Doucoure í viðtali á dögunum að draumur hans sé að spila fyrir Liverpool í Meistaradeildinni.

„Doucoure verður að átta sig á því að hann er nú þegar að spila fyrir stórt félag. Ég vil sjá hann spila í Evrópukeppni í framtíðinni, sem leikmaður Watford," sagði Gracia.

„Svo í framtíðinni getur hann kannski farið til stórliðs sem er í Meistaradeildinni."

Gracia skaut á hugarfar Doucoure í viðtalinu og ýjaði að því að honum hafi ekki þótt vænt um ummæli miðjumannsins þar sem hann sagðist dreyma að spila fyrir andstæðinga Watford.

„Mér líður eins og leikmenn félagsins séu stoltir af því að vera hér og einbeittir að næsta leik."
Athugasemdir
banner