Liverpool hefur áhuga á Gordon - Það gæti bundið enda á vonir Arsenal um að fá Isak
   þri 30. apríl 2013 13:30
Magnús Már Einarsson
Dragan Stojanovic: Eins og enginn vilji fara upp
Dragan Stojanovic.
Dragan Stojanovic.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Dejan Pesic verður áfram hjá Völsungi.
Dejan Pesic verður áfram hjá Völsungi.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
,,Þetta kemur ekki á óvart miðað við veturinn hjá okkur. Ég held að þetta sé eðlilegt," segir Dragan Stojanovic þjálfari Völsungs en liðið endaði í ellefta og næstneðsta sæti í spá fyrirliða og þjálfara í fyrstu deildinni.

,,Við erum búnir að spila sjö leiki í Lengjubikarnum og nokkra leiki í Kjarnafæðismótinu á Akureyri. Við vorum bara einu sinni með heilt lið og það var gegn KA í Lengjubikarnum. Það vantaði alltaf 4-5 leikmenn og það var erfitt gegn úrvalsdeildarliðum," sagði Dragan en fyrsta markmið Völsungs er að halda sætinu í deildinni.

,,Við erum komnir upp í fyrstu deild og við erum komnir til að vera þar. Okkar markmið er auðvitað að halda okkur í deildinni."

Völsungur hefur styrkt leikmannahóp sinn síðan liðið vann aðra deildina á síðasta tímabili.

,,Við erum búnir að fá 3-4 leikmenn og það er enginn búinn að fara frá því að fyrra. Við höfum bætt við mönnum og ég er ánægður með það. Ég held að þetta sé hópurinn sem við förum með í mótið. Við bætum kannski við einum varnarmanni í viiðbót en það kemur í ljós á næstu vikum."

Íslensk félög vildu fá Pesic:
Völsungur náði einnig að halda markverðinum öfluga Dejan Pesic en hann var valinn bestur í 2. deildinni í fyrra. ,,Það er mikill styrkur. Það voru nokkur lið á Íslandi sem sýndu áhuga á að fá hann. Hann ákvað að vera með okkur og það er mjög jákvætt."

Undanfarnar vikur hafa Húsvíkingar æft á nýjum gervigrasvelli og Völsungur mun spila fyrstu heimaleiki sína þar.

,,Það eru glæsilegar aðstæður núna og þetta er mjög gott. Við erum búnir að vera úti alla daga á þessu frábæru gervigrasi og við munum spila þar til að byrja með. Ég veit ekki hversu lengi við verðum á gervigrasinu en við byrjum þar. Það eina sem er kannski vont er að við höfum ekki verið með allan mannskapinn. Það er erfitt að hafa ekki allt liðið saman fyrir mót."

Eins og enginn vilji fara upp:
Spáin í fyrstu deildinni verður kynnt næstu daga hér á Fótbolta.net en Dragan býst við spennandi deild.

,,Ég á von á því að þetta verði jöfn og skemmtileg deild. Kollegar mínir í þjálfarastéttinni eru allir passívir og það er eins og enginn vilji fara upp. Ef enginn vill fara upp þá munu Völsungur, KF og Tindastóll berjast um fyrsta sætið," sagði Dragan glaðbeittur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner