lau 30. apríl 2016 11:00
Elvar Geir Magnússon
Ævintýri Leicester betra en nokkuð Hollywood-handrit
Louis Tomlinson mun líklega leika Vardy.
Louis Tomlinson mun líklega leika Vardy.
Mynd: Getty Images
Handritshöfundurinn Adrian Butchart sem skrifaði handritin að fyrstu tveimur Goal myndunum segir að ótrúlegt ævintýri Leicester á tímabilinu sé betra en nokkuð kvikmyndahandrit.

Butchart er í viðræðum um að gera kvikmynd um Leicester þar sem aðalstjarnan verður markahrókurinn Jamie Vardy.

Zac Effron og Robert Pattinson hafa verið orðaðir við hlutverk Vardy en Louis Tomlinson úr One Direction er talinn líklegastur til að fara með það.

„Ekki nokkur maður gat séð fyrir það sem Leicester hefur afrekað," segir Butchart en Leicester gæti tryggt sér Englandsmeistaratitilinn á morgun.

„Það er gott að vinna með Leicester því engum líkar illa við þetta lið. Öll þjóðin vonast eftir því að þeir verði meistarar. Auk þess er verið að tala um þetta ævintýri og Vardy um allan heim; frá Ameríku til Asíu og Afríku til Ástralíu."

Butchart reiknar með því að vinna við myndina fari á fulla ferð strax eftir EM.

„Við viljum bíða og sjá hvernig Vardy og Englandi mun ganga á EM. Við viljum heldur ekki trufla neina leikmenn meðan þeir reyna að ná sínum markmiðum," segir Butchart.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner