Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 30. apríl 2016 19:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Belgía: Sverrir Ingi spilaði í svekkjandi jafntefli
Sverrir Ingi spilaði í hjarta varnarinnar hjá Lokeren
Sverrir Ingi spilaði í hjarta varnarinnar hjá Lokeren
Mynd: Kristján Bernburg
Sporting Charleroi 2 - 2 Lokeren
0-1 Hamdi Harbaoui ('6 )
0-2 Hamdi Harbaoui ('8 )
1-2 Jeremy Perbet ('12 )
2-2 Jeremy Perbet ('90 )

Landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Lokeren þegar liðið mætti Sporting Charleroi í riðli sínum í umspili fyrir sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili.

Það er þannig fyrirkomulag í Belgíu að eftir að keppnistímabili lýkur er deildinni skipt í tvo hluti. Sex efstu liðin berjast um titilinn og liðin í sætum 7-14 berjast um að komast í þann hóp sem berst um sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili.

Sporting Charleroi og Lokeren eru á meðal þeirra liða sem berjast um sæti í Evrópukeppni og áttust liðin við í dag. Hamdi Harbaoui sá til þess að Lokeren var komið í 2-0 eftir átta mínútna leik, en á 12. mínútu minnkaði Jeremy Perbet muninn fyrir heimamenn.

Staðan í hálfleik var 2-1 og virtist allt stefna í sigur Lokeren þangað til Jeremy Perbet jafnaði þegar langt var komið fram í uppbótartíma og 2-2 jafntefli því niðurstaðan.

Liðin eru bæði með átta stig í riðlinum eftir fimm leiki, en liðin eru í fyrsta og öðru sæti riðilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner