lau 30. apríl 2016 18:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Borgunarbikarinn: Magni skoraði 15
Magni Grenivík fór afar illa með Hamrana
Magni Grenivík fór afar illa með Hamrana
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Tindastóll vann eftir framlengingu
Tindastóll vann eftir framlengingu
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þremur leikjum til viðbótar er lokið í Borgunarbikar karla í dag, en nóg af mörkum hefur verið skorað í dag og þá sérstaklega í einum leik.

Það var leikur Magna og Hamrana, en Magni gerði sér lítið fyrir og skellti Hömrunum 15-0. Staðan í hálfleik var 7-0 og bætti Magni við átta mörkum í seinni hálfleik.

Jóhann Örn Sigurjónsson skoraði fjögur fyrir Magna líkt og Orri Freyr Hjaltalín. Kristinn Þór Rósbergsson gerði þrennu, Númi Kárason skoraði tvö og Hreggviður Heiðberg Gunnarsson og Lars Óli Jessen gerðu sitt markið hvor.

Í öðrum leikum gerðist það að Tindastóll vann Dalvík/Reyni 2-0 eftir framlengingu og Njarðvík lagði Kára af velli, 2-1.

Magni 15 - 0 Hamrarnir
1-0 Orri Freyr Hjaltalín ('15 )
2-0 Jóhann Örni Sigurjónsson ('27 )
3-0 Jóhann Örn Sigurjónsson ('35 )
4-0 Orri Freyr Hjaltalín ('37 )
5-0 Númi Kárason ('40 )
6-0 Kristinn Þór Rósbergsson ('43 )
7-0 Kristinn Þór Rósbergsson ('45 )
8-0 Númi Kárason ('46 )
9-0 Orri Freyr Hjaltalín ('50 )
10-0 Jóhann Örn Sigurjónsson ('55 )
11-0 Jóhann Örn Sigurjónsson ('60 )
12-0 Kristinn Þór Rósbergsson ('62 )
13-0 Orri Freyr Hjaltalín ('65 )
14-0 Hreggviður Heiðberg Gunnarsson ('75 )
15-0 Lars Óli Jessen ('82 )

Dalvík/Reynir 0 - 2 Tindastóll (Eftir framlengingu)
0-1 Ágúst Friðjónsson ('105 )
0-2 Arnar Skúli Atlason ('120, víti )

Kári 1 - 2 Njarðvík
0-1 Harrison Hanley ('27 )
1-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('47, víti )
1-2 Harrison Hanley ('88 )

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner