Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 30. apríl 2016 17:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Borgunarbikarinn: Sindri vann Leikni F. á útivelli
Auðun Helgason stýrir Sindra
Auðun Helgason stýrir Sindra
Mynd: Gunnar Stígur Reynisson
Jói Þórhalls var hetja Völsungs
Jói Þórhalls var hetja Völsungs
Mynd: Friðgeir Bergsteinsson
Gauti Þorvarðar skoraði fyrir KFS
Gauti Þorvarðar skoraði fyrir KFS
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörvar Hafliða hélt hreinu
Hjörvar Hafliða hélt hreinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjöldinn allur af leikjum var að ljúka í fyrstu umferð Borgunarbikars karla og áttu nokkur óvænt úrslit sér stað.

Þar ber helst að nefna úrslit í leik Leiknis F. og Sindra. Leiknir F. mun leika í 1. karla á tímabilinu eftir að hafa komist upp úr 2. deild í fyrra, en Sindri leikur í 2. deild. Það fór svo í þessum leik að 2. deildarlið Sindra hafði betur gegn Leikni F. en tvö mörk frá Kristni Justiniano Snjólfssyni tryggðu Sindra sigurinn.

Örninn vann auðveldan sigur á Ými, 4-0 og gamla kempan Jóhann Þórhallsson var hetja Völsungs í naumum sigri á utandeildarliði Nökkva.

Þróttur V. lenti í miklum vandræðum með Stál-Úlf, en liðið hafði að lokum betur eftir framlenginu og þá vann Skallagrímur auðveldan 6-1 sigur á Stokkseyri.

Víðir lagði ÍH úr Hafnafirði, KFS hafði betur gegn GG og tíu leikmenn Hattar unnu sigur gegn Einherja, 2-0.

KFR og Kría unnu góða sigra og Hvíti Riddarinn báru sigur úr býtum gegn Gnúpverjum í markaleik.

Síðast en ekki síst þá vann Augnablik sigur á Árborg, 2-0 en Hjörvar Hafliðason hélt hreinu í markinu hjá Augnabliki.

Leiknir F. 1 - 3 Sindri
0-1 Duje Klaric ('18 )
1-1 Hilmar Freyr Bjartþórsson ('34 )
1-2 Kristinn Justiniano Snjólfsson ('40 )
1-3 Kristinn Justiniano Snjólfsson ('71 )

Ýmir 0 - 4 Örninn
0-1 Sindri Þór Sigurðsson ('4 )
0-2 Sindri Þór Sigurðsson ('18 )
0-3 Ásbjörn Björnsson ('28 )
0-4 Hrannar Bogi Jónsson ('82 )

Völsungur 1 - 0 Nökkvi
1-0 Jóhann Þórhallsson ('66 )

Þróttur V. 2 - 1 Stál-Úlfur (Eftir framlengingu)
0-1 Rúben Filipe Vasques Narciso ('46 )
1-1 Kristinn Aron Hjartarson ('74 )
2-1 Aron Elfar Jónsson ('92 )

Stokkseyri 1 - 6 Skallagrímur
0-1 Sölvi Gylfason ('8 )
0-2 Leifur Guðjónsson ('26 )
0-3 Richard Már Guðbrandsson ('29 )
1-3 Eyþór Gunnarsson ('55 )
1-4 Viktor Ingi Jakobsson ('62 )
1-5 Viktor Ingi Jakobsson ('67, víti )
1-6 Enok Ingþórsson ('90 )

Víðir 1 - 0 ÍH
1-0 Helgi Þór Jónsson ('48 )

GG 1 - 2 KFS
0-1 Gauti Þorvarðarson ('45 )
1-1 Ray Anthony Jónsson ('75 )
1-2 Sjálfsmark ('83 )

Höttur 2 - 0 Einherji
1-0 Elvar Þór Ægisson ('16, víti )
2-0 Steinar Aron Magnússon ('49 )
Rautt spjald: Garðar Már Grétarsson, Höttur ('76 )

Kóngarnir 0 - 2 KFR
0-1 Þormar Elvarsson ('29 )
0-2 Jón Freyr Ásmundsson ('41 )
Rautt spjald: Óþekktur leikmaður, Kóngarnir ('15 )

Kría 2 - 0 Hörður Í.
1-0 Garðar Guðnason ('85, víti )
2-0 Garðar Guðnason ('90 )

Hvíti Riddarinn 6 - 2 Gnúpverjar

Augnablik 2 - 0 Árborg
1-0 Hreinn Bergs ('22 )
2-0 Hreinn Bergs ('88 )

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner