Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 30. apríl 2016 13:40
Ívan Guðjón Baldursson
Celtic Skotlandsmeistari fimmta árið í röð
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Hearts 1 - 3 Celtic
0-1 Colin Kazim-Richards ('17)
1-1 Abiola Dauda ('57)
1-2 Patrick Roberts ('66)
1-3 Leigh Griffiths ('85)

Celtic tryggði sér í dag enn einn Skotlandsmeistaratitilinn þegar liðið lagði Hearts að velli með þremur mörkum gegn einu.

Þetta er fimmti Skotlandsmeistaratitill Celtic í röð, en félagið er búið að vera nánast samkeppnislaust á toppi skosku deildarinnar síðustu ár í fjarveru Rangers.

Colin Kazim-Richards, Patrick Roberts og Leigh Griffiths gerðu mörk Celtic í dag en Griffiths er fyrsti leikmaður félagsins til að skora meira en 30 mörk á einu tímabili síðan Henrik Larsson gerði það tímabilið 2003-04.
Athugasemdir
banner
banner
banner