Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 30. apríl 2016 16:26
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Jói Berg skoraði og lagði upp
Aron Einar og félagar ekki í umspil
Funheitur fyrir EM.
Funheitur fyrir EM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson var ónotaður varamaður hjá Cardiff er liðið steinlá fyrir Sheffield Wednesday í hálfgerðum úrslitaleik um umspilssæti í Championship deildinni.

Heimamenn í Sheffield voru mun betri í leiknum og áttu skilið að sigra, en Cardiff hefði brúað bilið á milli félaganna niður í eitt stig með sigri í dag og átt þá góða möguleika að enda í umspilssæti með hagstæðum úrslitum í lokaumferðinni.

Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 72 mínúturnar fyrir Charlton. Hann skoraði fyrsta mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks og lagði svo upp annað í upphafi þess síðari. Þetta gerði hann í sjaldgæfum sigurleik, gegn Leeds.

Það er því ljóst að Sheffield Wednesday, Derby County og Hull City fara í umspil. Það er óljóst hvort Middlesbrough, Burnley eða Brighton fari með þeim enda eru þessi þrjú lið í bullandi toppbaráttu í lokaumferðunum.

Bolton 1 - 0 Hull City
1-0 Stephen Dobbie ('66 )

Brentford 3 - 0 Fulham
1-0 Sam Saunders ('5 )
2-0 Scott Hogan ('7 )
3-0 Scott Hogan ('40 )

Bristol City 4 - 0 Huddersfield
1-0 Jonathan Kodjia ('45 )
2-0 Joe Bryan ('64 )
3-0 Jonathan Kodjia ('67 )
4-0 Lee Tomlin ('77 )

Ipswich Town 3 - 2 MK Dons
1-0 David McGoldrick ('15 )
1-1 Alex Revell ('45 , víti)
2-1 Brett Pitman ('68 )
2-2 Alex Revell ('74 )
3-2 Luke Varney ('90 )

Leeds 1 - 2 Charlton Athletic
0-1 Jóhann Berg Guðmundsson ('39 )
0-2 Ademola Lookman ('49 )
1-2 Sol Bamba ('71 )

Nott. Forest 1 - 1 Wolves
0-1 Joe Mason ('58 )
1-1 Gary Gardner ('68 )

Reading 1 - 2 Preston NE
0-1 Jermaine Beckford ('56 )
1-1 Stephen Quinn ('86 )
1-2 Daniel Johnson ('90 )

Rotherham 0 - 1 Blackburn
0-1 Shane Duffy ('6 )

Sheffield Wed 3 - 0 Cardiff City
1-0 Gary Hooper ('64 )
2-0 Lee Peltier ('75 , sjálfsmark)
3-0 Gary Hooper ('90 )
Athugasemdir
banner