Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 30. apríl 2016 15:59
Ívan Guðjón Baldursson
England: Newcastle komið úr fallsæti
Townsend gerði sigurmark Newcastle beint úr aukaspyrnu.
Townsend gerði sigurmark Newcastle beint úr aukaspyrnu.
Mynd: Getty Images
Defoe bjargaði mikilvægu stigi með að vera svellkaldur og skora úr vítaspyrnu í uppbótartíma.
Defoe bjargaði mikilvægu stigi með að vera svellkaldur og skora úr vítaspyrnu í uppbótartíma.
Mynd: Getty Images
Newcastle er komið upp úr fallsæti í fyrsta sinn undir stjórn Rafael Benitez eftir 1-0 sigur á Crystal Palace.

Andros Townsend gerði eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik nokkru áður en Yohan Cabaye brenndi af vítaspyrnu fyrir gestina. Karl Darlow, þriðji markvörður Newcastle, varði spyrnuna og var hetja leiksins.

Sunderland er dottið aftur niður í fallsæti eftir jafntefli á útivelli gegn Stoke City þar sem Jermain Defoe reyndist enn og aftur bjargvætturinn er hann skoraði úr vítaspyrnu á 94. mínútu.

West Ham er þá búið að jafna Manchester United á stigum eftir öruggan sigur á útivelli gegn West Brom, en Man Utd á leik til góða gegn toppliði Leicester á morgun.

Everton lagði Bournemouth og Watford hafði betur gegn Aston Villa þar sem Troy Deeney sneri leiknum við með tveimur mörkum í uppbótartíma.

West Brom 0 - 3 West Ham
0-1 Cheikhou Kouyate ('34)
0-2 Mark Noble ('45)
0-3 Mark Noble ('79)

Newcastle 1 - 0 Crystal Palace
1-0 Andros Townsend ('58)

Stoke City 1 - 1 Sunderland
1-0 Marko Arnautovic ('50)
1-1 Jermain Defoe ('94, víti)

Everton 2 - 1 Bournemouth
1-0 Tom Cleverley ('7)
1-1 Marc Pugh ('9)
2-1 Leighton Baines ('64)

Watford 3 - 2 Aston Villa
0-1 Ciaran Clark ('28)
1-1 Almen Abdi ('45)
1-2 Jordan Ayew ('48)
2-2 Troy Deeney ('90)
3-2 Troy Deeney ('93)
Rautt spjald: Aly Cissokho, Aston Villa ('73)
Athugasemdir
banner
banner
banner