lau 30. apríl 2016 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lið tímabilsins fáránlega vanmetið í FIFA
Táningurinn Dele Alli var í MK Dons í FIFA 15.
Táningurinn Dele Alli var í MK Dons í FIFA 15.
Mynd: Getty Images
Tölvuleikurinn FIFA er gríðarlega vinsæll meðal knattspyrnuáhugamanna og er af mörgum notaður sem einskonar leiðarvísir þegar það kemur að gæðum knattspyrnumanna.

Það getur þó reynst erfitt að spá fyrir um hvaða leikmenn munu eiga gott tímabil og hvaða leikmenn ekki og því eru sumir ýmist van- eða ofmetnir í FIFA útgáfu hvers árs.

Síðasta haust kom FIFA 16 út, en haustið áður kom FIFA 15 út þar sem leikmenn fengu hæfileikatölur sem byggðust á frammistöðum frá tímabilinu 2013-14, þegar Leicester komst upp í úrvalsdeildina.

Sniðugum netverja datt í hug að prófa að stilla upp liði ársins í ensku úrvalsdeildinni í ár, sem var tilkynnt fyrr í apríl, í FIFA 15. Hér fyrir neðan er hægt að sjá útkomuna, sem er vægast sagt áhugaverð. Enn neðar er svo hægt að sjá liði ársins stillt upp í FIFA 16 og þar fyrir neðan er hægt að sjá bestu útgáfu hvers leikmanns í liði ársins í FIFA 16.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner