Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 30. apríl 2016 15:30
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Bayern gerði jafntefli á heimavelli
Aubameyang byrjaði á bekknum en skoraði tvö á tveimur mínútum skömmu eftir innkomu sína í síðari hálfleik.
Aubameyang byrjaði á bekknum en skoraði tvö á tveimur mínútum skömmu eftir innkomu sína í síðari hálfleik.
Mynd: Getty Images
Spennan heldur áfram að magnast á lokakafla tímabilsins í þýska boltanum.

Bayern þarf að bíða aðeins lengur með að fagna fjórða Þýskalandsmeistaratitlinum í röð eftir að hafa gert jafntefli við Borussia Mönchengladbach á heimavelli.

Thomas Müller gerði sitt tuttugasta deildarmark á tímabilinu þegar hann kom Bayern yfir en heimamenn tefldu fram hálfgerðu varaliði þar sem David Alaba, Douglas Costa, Philipp Lahm, Arturo Vidal og Robert Lewandowski voru ásamt Thiago Alcantara á bekknum.

Borussia Dortmund rúllaði þá yfir Wolfsburg og er fimm stigum á eftir Bayern þegar tvær umferðir eru eftir. Bayern nægir því aðeins eitt stig úr næsta leik til að tryggja sér titilinn.

Hoffenheim og Eintracht Frankfurt unnu þá leiki sína í fallbaráttunni og Schalke nálgast meistaradeildarsæti eftir sigur gegn botnliði Hannover.

Dortmund 5 - 1 Wolfsburg
1-0 Shinji Kagawa ('7)
2-0 Adrian Ramos ('9)
3-0 Marco Reus ('59)
4-0 P.E. Aubameyang ('77)
5-0 P.E. Aubameyang ('78)
5-1 Andre Schürrle ('86)

FC Bayern 1 - 1 B. M'Gladbach
1-0 Thomas Müller ('6)
1-1 Andre Hahn ('72)

Darmstadt 1 - 2 Frankfurt
1-0 Mario Vrancic ('12)
1-1 Makoto Hasebe ('56)
1-2 Stefan Aigner ('83)

Hannover 1 - 3 Schalke
0-1 Choupo-Moting ('11)
1-1 Artur Sobiech ('20)
1-2 Klaas-Jan Huntelaar ('45)
1-3 Alessandro Schopf ('80)

Hoffenheim 2 - 1 Ingolstadt
0-1 Stefan Lex ('179
1-1 Mark Uth ('37)
2-1 Nadiem Amiri ('84)

Mainz 0 - 0 Hamburger
Athugasemdir
banner
banner
banner