Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   þri 30. apríl 2024 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Elmar Kári Cogic (Afturelding)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólseigur þrátt fyrir að vera á fimmta meter.
Ólseigur þrátt fyrir að vera á fimmta meter.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Yrði mikil skemmtun að sjá Sævar í Survivor.
Yrði mikil skemmtun að sjá Sævar í Survivor.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svaka fín lokan á BK.
Svaka fín lokan á BK.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Veisla allt til endaloka.
Veisla allt til endaloka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Milljón dollara fés.
Milljón dollara fés.
Mynd: Raggi Óla
Georg fær líka að fara á eyjuna.
Georg fær líka að fara á eyjuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lengjudeildin hefst á morgun og er komið að því að kynna leikmann frá liðinu sem spáð er toppsætinu.

Elmar Kári er uppalinn í Aftureldingu og hefur leikið með liðinu allan sinn feril. Á síðasta tímabili endaði hann sem næstmarkahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar með 17 mörk í 24 leikjum. Í vetur hefur hann haldið uppteknum hætti og er með 8 mörk í 6 leikjum í Lengju- og Mjólkurbikarnum. Hann var í æfingahópi U21 landsliðsins í vetur.

Í dag sýnir sóknarmaðurinn á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Elmar Kári Enesson Cogic

Gælunafn: Hef verið kallaður Elli, Emmi og jafnvel Emsó svona af og til.

Aldur: 22

Hjúskaparstaða: Free agent

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: Heyrðu ætli það hafi ekki verið á undirbúningstímabilinu 2019, 16-17 ára alveg illa peppaður!

Uppáhalds drykkur: Það koma alveg margir til greina en ætli ég þurfi ekki að vera boring og velja grænan Kristal.

Uppáhalds matsölustaður: Gleymi því aldrei þegar Ásgeir Frank kynnti mig fyrir kjúklingasamlokunni á BK-kjúkling, síðan þá er maður alltaf með stjörnur í augunum þegar maður labbar þangað inn.

Hvernig bíl áttu: Hyundai I10. Glæsikerra frá bílaleigu Akureyrar

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Ég og félagi minn erum í svokölluðu "Project snekkja", bara Inshallah á að það verði að veruleika.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Breaking Bad og Vaktinar eru líklega besta stöff sem ég hef séð.

Uppáhalds tónlistarmaður: Kaleo eru mínir menn, Adele fylgir fast á eftir.

Uppáhalds hlaðvarp: Blökastið er best!

Uppáhalds samfélagsmiðill: Hef alltaf verið lítill samfélagsmiðlakall en gamla Twitter er í uppáhaldi.

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Fótbolti.net

Fyndnasti Íslendingurinn: Nágranni minn hann Steindi Jr.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: "Auðvitað klíndi ég honum bara í vinkilinn" Ísak Schjetne

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Sennilega Afríku, það væri helvíti þreytt.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Úff erfitt að velja einhvern einn, margir frábærir.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Pabbi og Maggi eru bestir.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt:

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Á frábæra foreldra, þau fá fyrsta sætið.

Sætasti sigurinn: Íslandsmeistaratitillinn í 3. flokki 2018 verður seint toppaður.

Mestu vonbrigðin: Tapið í úrslitaleiknum 2023.

Uppáhalds lið í enska: Man United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Myndi nú alltaf velja Gylfa.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Enes Þór Enesson Cogic

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Breki myndarlegi og milljón dollara fésið hann Andri Freyr. Þeir verða bara að slást um þetta.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Allir sem hafa tekið þátt í þessu segja Elín Metta, verður maður þá ekki að halda í hefðir og segja það sama.

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Það er bara eitt rétt svar við þessari spurningu og það er Messi.

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Patrekur Orri

Uppáhalds staður á Íslandi: Heima er best!

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Lenti í því óhappi að fá hreinsun úr okkar vörn beint í smettið. Var borinn út af vellinum nær dauða en lífi. Skakklappast svo aftur inn á völlinn, en viti menn þá gefur dómari leiksins mér bara rautt spjald og ég skildi auðvitað ekki neitt. Heyrðu þá var dómarinn ekki búinn að gefa mér leyfi á að koma aftur inn á völlinn og sendi mig þar með í kalda sturtu. Ekki bestu 30 sek á ferlinum.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Fer alltaf í vinstri skóinn fyrst.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist með basketinu og pílunni. Tek svo alltaf Ofurskálina í góðra vina hópi.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial Vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Hef alltaf verið fínasti námsmaður en stundum var stærðfræðin að þvælast fyrir mér.

Vandræðalegasta augnablik: Hef blessunarlega sloppið við vandræðaleg móment í gegnum tíðina.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Georg Bjarna, Oliver Jensen og Arnór Gauta Ragnars. Við eigum ekki breik í að komast af eyjunni en þetta yrði veisla ´till the end.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Myndi henda Sævari Atla Hugasyni í Survivor, það yrði comedy gold.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Hef aldrei verið klobbaður í reit.

Hverju laugstu síðast: Svarinu að ofan.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Aron Elí Sævarsson, ólseigur leikmaður miðað við að vera 4m og 42cm

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Grenja ekkert úr gleði þegar við tökum hlaup.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi fara á gott trúnó með Messi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner