Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   þri 30. apríl 2024 23:14
Brynjar Ingi Erluson
Tah seldur ef hann framlengir ekki við Leverkusen
Mynd: Getty Images
Jonathan Tah, varnarmaður Bayer Leverkusen, gæti yfirgefið félagið í sumar en þetta segir Fernando Carro, framkvæmdastjóri félagsins, í viðtali við Sky.

Þýski miðvörðurinn er að eiga stórkostlegt tímabil eins og margir liðsfélagar hans.

Stærri félög í Evrópu hafa horft til hans síðustu vikur og þá sérstaklega þar sem hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum, en aðeins er tvennt í stöðunni; annað hvort framlengir hann eða verður seldur í sumar.

„Við viljum framlengja við hann. Við erum félag sem gefum ekki leikmenn frá okkur og það þýðir að við verðum að framlengja samninginn eða selja hann. Við höfum rætt við Jonathan, sem er okkur mikils verði. Hann veit að félagið vill halda honum í Leverkusen en við virðum ósk hans. Sjáum til hvort hann verði áfram hjá okkur eða fari eitthvað annað, en vonandi verður hann áfram.“

„Ef ég reyni að setja mig í hans spor þá gæti það auðvitað verið spennandi fyrir hann ef hann vill fara, kannski ekki innan Þýskalands, heldur einhverstaðar erlendis,“
sagði Carro.

Bayern München, Chelsea og Manchester United eru öll sögð í baráttunni um Tah, sem er 28 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner