Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 30. maí 2015 16:13
Magnús Már Einarsson
2. deild - úrslit dagsins: ÍR og Leiknir F. með fullt hús
Sigurður Bjarni Jónsson fagnar sigurmarki sínu fyrir Sindra.
Sigurður Bjarni Jónsson fagnar sigurmarki sínu fyrir Sindra.
Mynd: Gunnar Stígur Reynisson
Fjórum leikjum er lokið í 2. deild karla í dag. ÍR er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir öruggan 4-0 sigur á Hetti.

Leiknir Fáskrúðsfirði er einnig með fullt hús eftir dramatískan útisigur á KF þar sem Fernando Garcia Castellanos skoraði sigurmarkið á 96. mínútu.

KV vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið rúllaði yfir Tindastól en stólarnir eru án stiga á botni deildarinnar. Þá sigraði Sindri lið Ægis.

KV 4 - 0 Tindastóll
1-0 Ásgrímur Gunnarsson ('19)
2-0 Guðmundur Sigurðsson ('62)
3-0 Ásgrímur Gunnarsson ('69)
4-0 Aron Steinþórsson ('79)

Sindri 1 - 0 Ægir
1-0 Sigurður Bjarni Jónsson ('27)

ÍR 4 - 0 Höttur
1-0 Andri Jónasson ('19)
2-0 Aleksander Kostic ('73)
3-0 Arnór Björnsson ('79)
4-0 Patrik Snær Atlason ('82)

KF 1 - 2 Leiknir F.
0-1 Vignir Daníel Lúðvíksson ('17)
1-1 Jakob Hafsteinsson ('87)
1-2 Fernando Garcia Castellanos ('96)
Rautt spjald: Friðjón Magnússon (KF) ('10)
Athugasemdir
banner
banner