Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 30. maí 2015 15:00
Eyþór Ernir Oddsson
Heimild: Heimasíða Aston Villa 
Agbonlahor: Spilum leikinn en ekki fyrir kringumstæðurnar
Mynd: Getty Images
Gabriel Agbonlahor, leikmaður Aston Villa er spenntur fyrir komandi úrslitaleik gegn Arsenal í FA bikarnum.

Agbonlahor hefur skilaboð til yngri leikmanna liðsins að láta ekki aðstæðurnar trufla spennustigið og vill að þeir fari nokkuð afslappaðir í verkefnið.

„Ef Wembley gæti borið 200 þúsund manns held ég að Villa menn gætu fyllt það! Allir munu horfa um allan heim. Sem stuðningsmaður sjálfur er spennandi að taka þátt í þessu. Að fá tækifæri til að spila á Wembley og skrifa nafn okkar á spjöld sögunnar fyrir klúbbinn og stuðningsmenn er spennandi."

„Við viljum gera þetta fyrir þá eftir undanfarin tímabil af svekkelsi og þetta er undir okkur komið að reyna að ná árangri hér. Ég verð sjálfur að spennustilla mig. Jafnvel þegar ég var átta, níu og tíu ára að horfa á úrslitaleiki í FA Cup bjóst ég aldrei við að fá að spila nokkurntíman."

„Ég fæ tækifæri á laugardag og það er spennandi. Ég hef lært að þú verður að meðhöndla þennan leik eins og hvern annan. Þú getur ekki látið aðstæðurnar ná til þín. Ef þú lítur á ungu leikmennina sem spiluðu í undanúrslitum var enginn þeirra sleginn útaf laginu. Allt liðið lagði sig fram til að ná í úrslitaleikinn og það verða allir að njóta þess."

„Svo fremur sem allir leggja hart að sér og gera sitt besta getum við vonandi fengið góða niðurstöðu. Sem lið verður þú að vera sterkur og meðhöndla þetta eins og annan leik og fylgja leikáætluninni og leiðbeiningum frá stjóranum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner