Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 30. maí 2015 19:10
Eyþór Ernir Oddsson
Chelsea í viðræðum við Falcao
Mynd: Getty Images
Chelsea hóf viðræður við Radamel Falcao og hans fulltrúa á föstudaginn yfir mögulegum félagaskiptum hans til Chelsea í sumar, en þetta kemur fram á vef Sky.

Falcao var á láni hjá Manchester United í vetur og stóð ekki undir væntingum og því kæmi það eflaust mörgum á óvart ef Chelsea myndu fá hann til sín, en hann skoraði aðeins fjögur mörk í 29 leikjum hjá Manchester United.

Talið er að Falcao myndi kosta allt að 44 milljónir punda en Louis van Gaal, stjóri Manchester United hefur staðfest að þeir muni ekki festa kaup á Falcao.

Falcao er 29 ára gamall og talið er að hann hafi kostað Manchester United 40 milljónir punda í heildina, þar af 6 milljónir punda í lánsfé og síðan 285 þúsund pund á viku í laun. Einnig er talið að Falcao sé tilbúinn að taka á sig launalækkun til að eiga meiri möguleika á að finna sér nýtt félag.

Jorge Mendes, umboðsmaður Falcao er sagður vera mjög bjartsýnn á að samningar náist við Chelsea en Mendes er einnig umboðsmaður Mourinho, stjóra Chelsea.

Falcao kæmi þá sem varamaður fyrir Diego Costa, sem hefur verið talsvert meiddur hjá Chelsea á leiktíðinni en Didier Drogba er á förum frá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner