Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 30. maí 2015 18:25
Magnús Már Einarsson
Enski bikarinn: Arsenal meistari eftir auðveldan sigur
Alexis Sanchez fagnar glæsilegu marki sínu í dag.
Alexis Sanchez fagnar glæsilegu marki sínu í dag.
Mynd: Getty Images
Arsenal 4 - 0 Aston Villa
1-0 Theo Walcott ('40 )
2-0 Alexis Sanchez ('50 )
3-0 Per Mertesacker ('62 )
4-0 Olivier Giroud ('90 )

Arsenal er enskur bikarmeistari annað árið í röð eftir 4-0 sigur á Aston Villa á Wembley í dag.

Sigur Arsenal var mjög sannfærandi eins og tölurnar gefa til kynna. Theo Walcott byrjaði frammi á kostnað Olivier Giroud og hann stimplaði sig inn með marki fyrir leikhlé.

Alexis Sanchez skoraði annað markið með ótrúlegu þrumuskoti í upphafi síðari hálfleiks og Per Mertesacker skoraði þriðja markið með skalla eftir horn.

Á lokasekúndunum setti varamaðurinn Giroud síðan síðasta naglann í kistuna hjá Aston Villa.

Þetta er stærsti sigurinn í úrslitaleik enska bikarsins síðan Manchester United sigraði Chelsea 4-0 í úrslitum árið 1994.

Úrslitin þýða líka að ekkert lið hefur unnið bikarinn jafn oft og Arsenal. Þetta var tólfti bikarmeistaratitill Arsenal en Manchester United er í öðru sæti með ellefu slíka titla.
Athugasemdir
banner
banner
banner