Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 30. maí 2015 08:00
Stefán Haukur
Iniesta: Barcelona er með bestu framlínu sögunnar
Barcelona gæti unnið þrennuna.
Barcelona gæti unnið þrennuna.
Mynd: Getty Images
Andreas Iniesta er í skýjunum með að Luis Suarez sem er einn þriðji af ótrúlegu sóknarþríeyki Barcelona, verði tilbúinn í leikinn gegn Juventus en hann hefur verið að glíma við meiðsli síðustu vikurnar.

„Ég hef verið svo hepinn að fá að spila fyrir aftan marga af bestu framherjum í sögu klúbbsins,“ sagði Iniesta á blaðamannafundi í gær.

„Akkúrat núna erum við með bestu framherja í heiminum og þeir verða allir betri í framtíðinni enda allir á besta aldri.“

„Ég hef spilað með Henry og Eto‘o og mörgum stórkostlegum framherjum en framlínan sem við erum með núna er einstök."

Barcelona mætir Juventus í úrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku en Iniesta segir að einbeitingin sé núna á bikarúrslitaleiknum gegn Athletic Bilbao.

„Við berjum jafn mikla virðingu fyrir öllum liðum sem við mætum og það er okkur mjög mikilvægt að vinna bikarinn,“ sagði Iniesta.

„Þetta er risastór leikur fyrir bæði lið svo við þurfum að gefa allt í þetta,“ bætti hann við.

Athugasemdir
banner
banner
banner