banner
   lau 30. maí 2015 11:00
Eyþór Ernir Oddsson
Heimild: BBC Sport 
Oscar til Juventus? - Ronaldo og Messi að sniðganga HM?
Powerade
Oscar er orðaður við Juventus
Oscar er orðaður við Juventus
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp næsti stjóri Liverpool?
Jurgen Klopp næsti stjóri Liverpool?
Mynd: Getty Images
Frank de Boer næsti stjóri West Ham?
Frank de Boer næsti stjóri West Ham?
Mynd: Getty Images
Cuadrado aftur í Serie A?
Cuadrado aftur í Serie A?
Mynd: Getty Images
Það er nóg um að vera í slúðurpakka dagsins!




Gary Neville fréttamaður hjá Sky segir að topp leikmenn á borð við Cristiano Ronaldo og Lionel Messi ættu að sniðganga heimsmeistaramótið í kjölfar þess að Sepp Blatter var endurkjörinn forseti FIFA (Daily Telegraph)

England æti einnig að sniðganga keppnina en þetta segir George Cohen, varnarmaðurinn sem sigraði HM 1966 fyrir hönd Englendinga (Daily Telegraph).

Trefor Lloyd Hughes, forseti knattspyrnusambands Wales tekur við bresku varaforsetastöðunni með FIFA sem David Gill skildi eftir sig þegar hann sagði af sér vegna endurkjörs Sepp Blatter (Daily Mail).

Inter Milan eru tilbúnir að bjóða Juan Cuadrado að koma aftur í ítölsku úrvalsdeildina, en hann kom til Chelsea frá Fiorentina í febrúar og hefur aðallega fengið að verma varamannabekkinn (Daily Mirror)

Juventus hafa gert tilboð í 23 ára miðjumann Chelsea, að nafni Oscar (Daily Mirror).

Jurgen Klopp, sem er á förum sem þjálfari Dortmund vill að Liverpool sýni því mikinn áhuga að fá hann til að stýra liðinu ef Klopp á að samþykkja að þjálfa Liverpool á næstu leiktíð (Sun)

Fulltrúar frá Liverpool hafa átt fundi með Piero Ausilio, formann íþróttamála hjá Inter varðandi kaup og kjör á hinum unga Mateo Kovacic (Calciomercato)

West Ham hafa gert aðra tilraun til að fá Frank de Boer frá Ajax sem næsta stjóra félagsins, en Sam Allardyce yfirgaf félagið í mánuðinum (Daily Express).

Arsene Wenger, stjóri Arsenal segir að félagið taki það ekki í mál að selja miðjumanninn Jack Wilshere (Guardian)

Wenger segir að hann skilji þó ekki hvernig Wilshere geti verið pirraður á skorti á tækifærum í byrjunarliðinu síðan hann sneri aftur eftir ökklameiðsli (Times)

Þá segir Theo Walcott að Arsenal liðið í dag sé besta Arsenal lið sem hann hefur spilað með, en hann kom til félagsins frá Southampton árið 2006 (Talksport).

David Henen er líklegur til að vera áfram hjá Everton á næsta tímabili en það segir umboðsmaður leikmannsins. Þessi 19 ára Belgi var á láni hjá Everton á leiktíðinni og spilaði fyrir U-21 lið Everton en mun nú snúa aftur til Olympiakos (Liverpool Echo)

Atletico Madrid hafa gert 7.1 milljóna punda tilboð í Nolito, framherja Celta Vigo en Everton vilja einnig fá hann í sínar raðir (AS)

Brasílska félagið Santos mun leitast eftir að lögsækja Barcelona vegna félagaskiptanna á Neymar árið 2013 (Marca)

Patrick Vieira, fyrrum fyrirliði Arsenal og núverandi yfirmaður unglingastarfs Manchester City er talinn líklegastur til að verða ráðinn þjálfari Newcastle United (Manchester Evening News)
Athugasemdir
banner
banner