Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 30. maí 2015 12:00
Eyþór Ernir Oddsson
Heimild: Heimasíða Arsenal 
Ramsey: Stuðningsmennirnir skipta okkur öllu máli
Ramsey með bikarinn frá því á seinustu leiktíð
Ramsey með bikarinn frá því á seinustu leiktíð
Mynd: Getty Images
Aaron Ramsey, miðjumaður Arsenal fagnar krafti Arsenal stuðningsmanna fyrir úrslitaleikinn í FA bikarnum gegn Aston Villa í dag.

Milljónir Arsenal stuðningsmanna koma til með að horfa á leikinn í gegnum sjónvarp en það verða mörg þúsundir þeirra á Wembley leikvangnum í dag en leikurinn hefst klukkan 16:30 á íslenskum tíma.

„Það er mjög mikilvægt að þú hafir stuðningsmennina á bakvið þig að styðja þig. Jafnvel þó við lentum 2-0 undir á Wembley í fyrra gegn Hull þá heyrðirðu enn í þeim þegar þeir voru að reyna að fá okkur aftur inn í leikinn."

„Mér fannst þeir spila stóran part í að koma okkur aftur inn í þetta, að komast yfir síðustu hindranirnar og vinna leikinn. Þeir eru okkur mjög mikilvægir og þú gast séð hversu mikinn stuðning þeir veittu okkur þegar við höfðum 250 þúsund manns á götunum að fagna með okkur. Þú gast séð hversu mikla þýðingu þetta hafði fyrir þá"

„Vonandi getum við gefið þeim þetta aftur og gert þetta að öðrum eftirminnilegum degi. Það er svo mikilvægt að hafa hungrið til að fara út og sanna að þú ert titilsins verðugur. Það gerast svo mikið af ótrúlegum hlutum í FA Cup. Við sjáum það sem gerðist í síðustu umferð, allir héldu að Liverpool færi áfram en Aston Villa höfðu trú á þessu og sneru blaðinu við og sigruðu."

„Þetta verður ekki auðveldur leikur, við gerum okkur grein fyrir því, en allir okkar eru meira hungraði í að vinna eitthvað í þetta sinn. Við viljum tilfinninguna sem við fengum á síðasta ári og við viljum fara og vinna leikinn."

Athugasemdir
banner