Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 30. maí 2015 19:56
Alexander Freyr Tamimi
Þýskaland: Klopp tókst ekki að kveðja með bikar
Wolfsburg bikarmeistari í fyrsta skiptið
Úr leik Dortmund og Wolfsburg.
Úr leik Dortmund og Wolfsburg.
Mynd: Getty Images
Dortmund 1 - 3 Wolfsburg
1-0 Pierre-Emerick Aubameyang ('5)
1-1 Luiz Gustavo ('22)
1-2 Kevin De Bruyne ('33)
1-3 Bas Dost ('38)

Wolfsburg eyðilagði síðasta leik Jurgen Klopp við stjórnvölinn hjá Borussia Dortmund og tryggði sér í leiðinni þýska bikarmeistaratitilinn í úrslitaleiknum í Berlín í kvöld.

Klopp vonaðist til að kveðja Dortmund með bikar eftir sjö ára farsæla dvöl hjá þeim gulklæddu en allt kom fyrir ekki og nokkuð sannfærandi sigur Wolfsburg staðreynd. Bikarinn fullkomnaði frábært tímabil liðsins sem lenti í 2. sæti Bundesligunnar.

Það var að vísu Dortmund sem byrjaði leikinn betur. Besti maður liðsins í ár, Pierre-Emerick Aubameyang, skoraði fyrsta markið strax á fimmtu mínútu.

Fall var hins vegar fararheill fyrir Wolfsburg og fyrir leikhlé hafði liðið heldur betur snúið taflinu sér í vil. Luiz Gustavo jafnaði metin á 22. mínútu og þeir Kevin De Bruyne og Bas Dost sáu til þess að Wolfsburg leiddi 3-1 í hálfleik.

Ekkert var skorað í seinni hálfleiknum og sigur Wolfsburg því staðreynd. Þeir eru þýskir bikarmeistarar í fyrsta skiptið í sögu félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner