Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 30. maí 2016 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enginn styrktaraðili framan á nýjum búningi Barcelona
Til heiðurs liðinu frá 1992
Svona lítur nýr búningur Barcelona út
Svona lítur nýr búningur Barcelona út
Mynd: Barcelona
Spánar- og bikarmeistarar Barcelona kynntu í dag nýjan búning liðsins fyrir næsta tímabil.

Liðið mun áfram leika í búningum frá Nike, en hinar hefðbundnu lóðréttu rendur snúa aftur á búninginn.

Þá er engin auglýsing framan á búningnum, en fram til ársins 2012 lék liðið í búningum án auglýsinga. Félagið gerði þá samning við Qatar Foundation og frá árinu 2013 lék liðið í búningum merktum flugfélaginu Qatar Airwaves.

Enginn styrktaraðili er framan á búningnum eins og staðan er núna og svo virðist sem Qatar Airwaves hafi ekki ákveðið að endurnýja samning sinn við félagið.

Líklegt þykir þó að Börsungar finni sér nýjan styrktaraðila til að auglýsa framan á búningum liðsins fyrir næstu leiktíð.

Búningurinn er þá til heiðurs liði Barcelona frá árinu 1992, en það ár vann liðið sinn fyrsta Evrópubikar á Wembley.



Athugasemdir
banner
banner
banner