Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 30. maí 2016 10:30
Magnús Már Einarsson
Framherja Mexíkó bjargað frá mannræningjum
Mynd: Getty Images
Lögregla bjargaði í gær mexíkóska framherjanum Alan Pulido úr haldi mannræningja.

Pulido er mexíkóskur landsliðsmaður en hann spilar með Olympiakos í Grikklandi.

Hinn 25 ára gamli Pulido var úti að skemmta sér á laugardagskvöldið þegar mannræningjar rændu honum.

Í gærkvöldi var honum bjargað úr haldi ræningjana en ekki hefur verið greint frá því hvernig sú aðgerð fór fram.

„Ég er í góðu lagi, Guði sé lof," sagði Pulido í viðtali við fjölmiðla í Mexíkó í gærkvöldi.
Athugasemdir
banner
banner