mán 30. maí 2016 15:57
Elvar Geir Magnússon
Osló
Hörmulegt lag spilað ef Ísland vinnur Noreg
Icelandair
Kórdrengir voru látnir syngja með fullan munninn.
Kórdrengir voru látnir syngja með fullan munninn.
Mynd: Verdens Gang
„Taparasinfónían" er hreint hörmulegt lag sem búið hefur verið til í Noregi og stefnt á að spila á Ullevaal-leikvanginum ef liðið tapar gegn Íslandi í vináttulandsleiknum á miðvikudag.

Norska landsliðið hefur munað fífil sinn fegurri og ákvað Verdens Gang að fara óvenjulega leið til að hvetja liðið til að leggja Ísland.

Grínistinn Håvard Lilleheie hafði yfirumsjón með verkefninu og ákvað hann að búa til það vont lag að það sker virkilega í eyrun fyrir þá sem hlusta. Hann fékk meðal annars kórdrengi til að syngja með fullan munninn og krakka til að spila á hljóðfæri sem þau eru ekki vön.

„Það þarf að velta hverjum steini til að við eignumst aftur landslið sem gefur ekki eftirminnileg eignablik. Við viljum að þeir spili betur en búist var við. „Taparasinfónían" er frábær leið til að fá leikmenn til að gefa allt sem þeir eiga. Þeir vilja alls ekki að þetta lag sé spilað," segir Håvard.

Nú bara vonum við að refsingin verði framkvæmd og lagið hörmulega fái að óma á Ullevaal á miðvikudaginn.

Smelltu hér til að sjá innslag um gerð Taparasinfóníunnar á heimasíðu Verdens Gang
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner