Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 30. maí 2016 14:30
Magnús Már Einarsson
Hvort fer Sturridge eða Rasford með á EM?
Rashford stimplaði sig inn með krafti.
Rashford stimplaði sig inn með krafti.
Mynd: Getty Images
Roy Hodsgon, landsliðsþjálfari Englendinga, mun á morgun velja 23-manna hópinn sem fer á EM í Frakklandi.

Hodgson valdi 26 manna hóp á dögunum og ljóst er að Fabian Delph dettur úr honum vegna meiðsla auk þess sem tveir leikmenn verða að bíta í það súra epli að fara ekki með til Frakklands.

Hinn 18 ára gamli Marcus Rashford skoraði strax á þriðju mínútu gegn Ástralíu á föstudag og enskir fjölmiðlar velta því nú fyrir sér hvort hann fari til Frakklands á kostnað Daniel Sturridge.

Sturridge var ekki með Englendingum í tveimur vináttuleikjum í síðustu viku vegna meiðsla á kálfa en hann snéri aftur til æfinga í morgun.

Vangaveltur eru þó um hvort hægt sé að treysta á að Sturridge verði heill heilsu í Frakklandi.

Auk Sturridge og Rashford eru framherjarnir Wayne Rooney, Harry Kane og Jamie Vardy í enska hópnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner